Landsliðskonan Bergdís spilar á gítar ı elskar grjónagraut og fótbolta

Elísa Svala Elvarsdóttir skrifar:

Bergdís Fanney Einarsdóttir er 17 ára nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hún er á sínu fyrsta ári í FVA, spilar á gítar, elskar grjónagraut og vatn. Bergdís, sem er frá Akranesi, var nýlega valin í u-17 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Í samtali við skagafrettir.is segir Bergdís að markmið hennar séu skýr.

„Ég stefni á að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum, leika með A-landsliðinu og komast í atvinnumennsku í fótbolta,“ segir Bergdís en hún á ekkert uppáhaldslag þessa stundina og horfir af og til á Grey’s Anatomy í sjónvarpinu.

Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir fótbolta?
„Ég er með mikinn áhuga á fótbolta og þetta er bara svo gaman.“

„Ég er með mikinn áhuga á fótbolta og

þetta er bara svo gaman.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Þrisvar í viku vakna ég kl.06:30 og fer á æfingu á afrekssviði FVA sem byrjar 08:00. Tvisvar í viku byrja ég í skólanum 08:30. Það er misjafnt hvenær ég er búinn í skólanum og er þá líka misjafnt hvenær ég kem heim. Þegar ég kem heim fer ég annað hvort að læra eða að græja mig fyrir æfingu. Ég mæti alltaf klukkutíma fyrir æfingu og rúlla helstu vöðvahópa, þegar ég hef tök á. Eftir æfingu fer ég heim að borða, læri kannski smá eða græja mig í svefn.“

Hversu oft í viku æfir þú?
„Ég æfi 8 sinnum í viku. 5 æfingar eru utan skóla með meistaraflokki og 3 æfingar eru á skólatíma á afrekssviðinu í FVA.

17160796_10212409255405936_287340561_n

Hvað er skemmtilegast við fótboltann?
„Það sem er skemmtilegast við fótboltann er að spila og svo er svo mikill félagsskapur í kringum hann.“

Framtíðardraumarnir í fótboltanum?
Komast út í atvinnumennskuna, spila með A-landsliðinu og fara út til Bandaríkjana á háskólastyrk.

„Fótboltinn aðal áhugamálið en mér finnst gaman annað slagið að taka upp gítarinn og syngja“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í leik?
„Það var í bikarleik sumarið 2015 með 2.flokki á móti FH. Við vorum 1-0 undir og það er aukaspyrna fyrir utan teig, ég tek hana og skora. Tilfinningin var svo góð, bæði að skora og að ná að jafna.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið hjá þér í leik?
„Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku. Það er nú alltaf vandræðalegt þegar röddinn brestur í leik þegar maður er að kalla eitthvað.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta?
„Fótboltinn er aðal áhugamálið en mér finnst gaman annað slagið að taka upp gítarinn og syngja.“

17141300_10212409259646042_1430508049_n

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er hvernig?
„Já og nei, fyrir leiki þá tek ég til alltaf svona ákveðin föt sem ég vil hafa. Ég borða alltaf það sama fyrir leiki. Þegar ég hef tök á.“

Uppáhaldslið í fótboltanum fyrir utan ÍA.
„Manchester United“

Ættartréð:
Foreldrar Bergdísar eru Einar Víglundsson frá Vopnafirði og Jóhanna Rögnvaldsdóttir frá Fáskrúðsfirði. Bergdís á systkinin Jóhönnu Kristbjörgu Einarsdóttur og Víglund Pál Einarsson.