„Hæfileikamótun KSÍ í samstarfi við N1 er verkefni þar sem við reynum að finna hæfileikaríkt knattspyrnufólk af báðum kynjum. Mitt hlutverk hjá KSÍ í þessu verkefni er að greina þá hæfileika sem ég sé hjá leikmönnum og fylgjast vel með gangi mála í þessum aldursflokki á landsvísu,“ segir Dean Edward Martin sem er landsliðsþjálfari U-16 ára landsliða drengja og stúlkna hjá KSÍ.
Dean, sem er 44 ára gamall, hefur verið búsettur lengi hér á Akranesi og hann hefur mikla reynslu sem þjálfari en hann hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun knattspyrnumanna.

Dean Martin og Þorvaldur Örlygsson á góðri stund.
Dean lauk við KSÍ A-þjálfaragráðu árið 2009. Hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari U19-landsliðs karla og hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli, þjálfað m.a. hjá KA, ÍA, Breiðabliki og HK svo eitthvað sé nefnt. Dean er með B.Sc.-gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann sérhæfði sig í styrktarþjálfun knattspyrnumanna.
Dean er 44 ára gamall Englendingur og hefur verið búsettur hér á landi í rúma tvo áratugi. Hann spilaði 289 deildaleiki og lék síðast 42 árs gamall með Eyjamönnum í úrvalsdeildinni árið 2014. Hann lék áður með og KA en var í röðum West Ham í upphafi ferilsins.

„Mitt hlutverk er að fara út um allt land í leit að leikmönnum. Hæfileikamótun KSÍ og N! Fer því fram á Vesturlandi, Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta fer þannig fram að þjálfarar sem eru með leikmenn sem eru fædd árið 2003-2004 senda mér nafnalista. Ég fer síðan á viðkomandi landssvæði og er með hæfleikamótunarnámskeið fyrir þessa leikmenn.
Mitt hlutverk er að fara út um allt land í leit að leikmönnum
Að því loknu vel ég úr þessum hópum leikmenn sem halda áfram í þessu prógrammi hjá okkur. Á þessum námskeiðum erum við með fyrirlestra þar sem við leggjum mikla áherslu á að kynna fyrir þeim heilbrigðan lífsstíl. Við segjum sögur af margra leikmanna sem eru í fremstu röð í dag. Alls eru 23 leikmenn úr röðum ÍA sem hafa verið valdir í úrtakshópinn fyrir Vesturlandsúrtakið sem fram fer 7. mars í Akraneshöllinni.
Árni Salvar Heimisson, Björn Viktor Viktorsson, Gabríel Ísak Valgeirsson, Hákon Arnar Haraldsson, Helgi Rafn Bergþórsson, Ingi Sigurðsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Jóhannes Breki Harðarson, Olaf Zablocki, Sindri Snær Eyjólfsson, Þorgeir Örn Bjarkason, Friðbert Óskar Þorsteinsson, Sigurður Andri Óskarsson, Ármann Ingi Finnbogason, Ólafur Haukur Arilíusson, Védís Agla Reynisdóttir, Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, Paula Gaciarska, Þorgerður Bjarnadóttir, Marey Edda Helgadóttir, Brynhildur Helga Viktorsdóttir, Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir og Lilja Björg Ólafsdóttir.
Þessir landsliðsleikmenn eru fyrirmynd þeirra sem yngri eru. Mest erum við að segja sögur af þeim sem sýna fram á að það er mikilvægt að setja sér skýr markmið og vinna hart að því að ná þessum markmiðum. Hæfileikamótun KSÍ og N1 er mikilvæg til þess að undirbúa næstu kynslóð landsliðsmanna hér á Íslandi í karla – og kvennaflokki.“
Hallbera Guðný Gísladóttir er Skagamaður og landsliðskona í fótbolta.
Dean segir að KSÍ leggi áherslu á að missa ekki af þeim sem blómstra aðeins síðar á unglingsárunum í knattspyrnunni.
Sumir eru fljótari og stærri en aðrir en við megum aldrei gleyma þessum teknísku sem eiga eftir að taka úr líkamsþroska.
„Við erum í góðu samstarfi við þjálfarana út um allt land. Sumir eru fljótari og stærri en aðrir en við megum aldrei gleyma þessum teknísku sem eiga eftir að taka úr líkamsþroska. Markmiðið er að allir eigi að geta sýnt hvað í þeim býr. Á þessum námskeiðum þá söfnum við miklum upplýsingum um leikmennina, hvaða eiginleikum þeir búa yfir, hvaða stöður þeir leika. Þetta ferli er mjög mikilvægt fyrir framtíðina. Við verðum að eiga eins mikið af upplýsingum og hægt er um þessa leikmenn. Þessar upplýsingar nýtast síðan þjálfurum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands hjá báðum kynjum,“ segir Dean en Þorlákur Árnason, Þorvaldur Örlygsson, Jörundur Áki Sveinsson og Þórður Þórðarson stýra þessum landsliðum.
Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fagna marki á EM í sumar gegn Englendingum:
„Þeir þurfa að vita hvaða leikmenn eru á leiðinni, hvaða stöður þeir leika og hæfileikunum sem þeir búa yfir. Þetta valferli er unnið náið með þessum þjálfurum og markmiðið er að vinna þetta eins vel og hægt er til þess að gefa sem flestum leikmönnum tækifæri. Þorlákur hefur mikla reynslu úr þessu en hann var um tíma að stýra þessu verkefni og ég tek við góðu búi af Halldóri Björnssyni. “
Það verður í nógu að snúast hjá Dean í þessu verkefni í sumar því hann mun halda fjölmörg námskeið víðsvegar um landið. „Í haust verður hópur leikmanna af báðum kynjum valinn til þess að taka þátt í móti sem fram fer í september og byrjun október. Þar verður leikmönnum skipt niður í lið þar sem þeir fá að sýna hvað í þeim býr í nokkrum leikjum. Úr þessum hópi verða síðan valdir leikmenn sem skipa munu U-16 ára liðin. Framtíðin er björt í íslenskri knattspyrnu og það eru allir sem að þessu starfi koma að róa í sömu átt,“ sagði Dean Martin við skagafrettir.is