Uppbygging á nýju fimleikahúsi verður líklegast við Vesturgötu

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar leggur það til við bæjarráð að horft verði til uppbyggingar á fimleikahúsi við hlið núverandi íþróttahúss við Vesturgötu. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 2. mars s.l.

Bæjarráð hefur samþykkt að vísa tillögu skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Einnig verði niðurstöður varðandi skoðun á jarðvegi á svæðinu sendar ráðinu til upplýsinga þegar þær liggja fyrir.

Hvar ætti að byggja nýtt fimleikahús á Akranesi?

Í framkvæmda- og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir byggingu fimleikahúss á árunum 2017-2018. Í því tilliti hefur verið rætt um tvær staðsetningar þ.e. annars vegar við lóð við hlið íþróttahússins við Vesturgötu og hinsvegar á Jaðarsbökkum milli núverandi vallarhúss og Akraneshallar.

Í gögnum frá Andrúm arkitektastofu eru kostir þess að staðsetja fimleikahús við núverandi íþróttahús við Vesturgötu taldir upp.

• Lóðin rúmar vel fimleikahús og þess verður gætt að húsið verði góður granni.
• Rímar vel við starfsemi íþróttahúss og skóla – styrkir svæðið.
• Tækifæri til að móta betur umhverfið og skapa fallega götumynd bæði við Vesturgötu og einkum við Háholt – trjálína, bílastæði, gangstétt.
• Skjólsælt gróðursvæði sunnan við fimleikahús, göngustígur, leiksvæði.

Hér fyrir neðan eru tillögur frá Andrými arkitektastofu að nýju fimleikahúsi við Vesturgötu.

Screen Shot 2017-03-07 at 8.48.09 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.47.59 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.47.49 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.47.33 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.47.23 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.47.09 AM Screen Shot 2017-03-07 at 8.46.57 AM
Hér má sjá hugmyndir að fimleikahúsinu við Jaðarsbakka: 

17191605_10211008617322651_4460059653420368857_o 16996182_10211008609202448_5944194675091645859_n