Við rákumt á þessa skemmtilegu auglýsingu þar sem Skagamaðurinn Alma Dögg er að selja glæsilegan bíl á fésbókinni. Vel gert Alma, húmor í þessu.

Þetta skilnaðarbarn er til sölu??

Mig minnir að honum hafi verið sleppt á göturnar 2005 og er ég (að ég haldi) annar eigandi hans. Hann er keyrður tæplega 160.000km.

Ég hef ekki hugmynd um hversu mörg hestöfl hann er eða sílendra hvað (?). Hann hefur mjög sjálfstæða bensíneyðslu og eyðir hann örugglega meira en venjulegur fólksbíll, en það er ekki einsog ég hafi eitthvað vit á því yfir höfuð.

Hann er 7 sæta með ljósu leðri en engum hita í sætum (HVAÐ á það bara að ÞÝÐA?) – en plássið í honum bætir svosem upp fyrir það.

Það er rugl gott að keyra þetta flykki en mikil lifandi ósköp sem hann er fyrir mér svo ef einhver vill taka þessa dúllu að sér þá má sá hinn sami senda mér skilaboð – ég er líka alveg til í skipti fyrir minni bíl og þá eitthvað á milli ef það verður staðan. Ef það vantar frekari upplýsingar um bílinn þá er alls ekki æskilegt að spurja mig, en velkomið að hafa samband við barnsföður minn? Garðar Gunnlaugsson.