Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði – enn fleiri pistlar eru fésbókinni:
Nú eru margir farnir að huga meira og meira að hlaupunum og margir búnir að skrá sig í skemmtileg keppnishlaup í sumar. Það gagnast flestum/ef ekki öllum að búa að góðu hlaupaformi og geta allir bætt sig í hlaupunum án mikillar fyrirhafnar.
Ég tel mig hafa ágætis grunn og þekkingu í hlaupunum og hef t.d. hlaupið: 3 maraþon, Laugarvegshlaupið, 5 esjuferðir, hringin í kringum landið og svo mætti lengi telja.
Ég aðstoðað gríðarlega marga í hlaupunum og eru nokkur atriði sem er mikilvægt að hafa í huga
og ætla ég að deila þeim hér með ykkur.
1. Byggðu hlaupin upp rólega með góðu prógrammi:
– Hvort sem þú ert byrjandi í hlaupunum eða keppnismaður til margra ára verður prógrammið að hafa réttan stíganda í fjölda æfinga, vegalengd og hraða. Æfingarálag fer mikið eftir líkamlegu ástandi, öðrum æfingum (styrktaræfingum) og getu einstaklingsins.
2. Notaðu góðan og þægilegan búnað:
– Það er mikilvægt að kaupa góða skó og hlaupafatnað til að líða vel í hlaupunum og fyrirbyggja nuddsár og álagsmeiðsli. Sjálfur notast ég við Saucony hlaupaskó og Ronhill hlaupafatnað frá Dansport og Rehband compression undirbuxur og sokka frá Sportvörum.
3. Settu þér markmið:
– Mér þykir mikilvægt að hafa eithvað til að stefna að í hlaupunum. Bæði heldur það þer á tánum í æfingunum og hvetur þig til að gera betur. Á hlaup.is má finna fjöldan allan af skemmtilegum götu og fjallahlaupum fyrir sumarið sem hægt er að skrá sig í.
4. Settu upp skemmtilegar og krefjandi æfingar inní prógrammið:
– Það er alltaf gaman að takast á við skemmtilegar æfingar og er fjölbreytnin er ekki síður mikilvæg í hlaupunum. Prófiði að taka 1-2 ferðir í Esjunni, hlaupa nokkrar ferðir upp og niður himnastigann í Kópavoginum eða finna einhverjar aðrar æfingar sem ykkur langar til að prófa.
5. Hlustaðu á líkamann í æfingunum:
– Það er mikilvægt að hlusta alltaf á líkamann. Ef það er t.d. 15 km hlaup á dagskránni en mikil þreyta eða verkir í líkamanum getur verið gott að stytta æfinguna eða hvíla í stað þess að ganga á líkamanum. Hér getur líka góður stuðningsbúnaður í bland við kælingu og hvíld hjálpað til.
6. Hafðu gaman á æfingunum:
– Líkt og með alla aðra hreyfingu er mikilvægt að hafa hana skemmtilega. Það er t.d. Hægt að hlusta á góða tónlist, hlaupa með vini eða í hóp. Nú eða hafa bæði góða tónlist og hlaupa í góðra vina hóp….
Sjálfur hef ég t.d. gaman að fíflast á snapchat í hlaupunum og taka myndir um leið og ég hleyp.
– Snapchat: sigurjon1352
P.s. Þessi mynd var tekin í lokaspretti í 3.000m hlaupi í Kaplakrika. En þarna var ég að berjast við félaga minn Þórólf Inga í lokasprettinum og get ómögulega sagt en í dag hvor lítur betur út í framan á myndini !!!
#Sportvörur #Dansport #Hleðsla #Fitnesssport #TerranovaÍsland