Ronja Ræningadóttir ræður ríkjum í frábærri sýningu í Bíóhöllinni

Það var mikið líf í Bíóhöllinni á föstudagskvöldið þegar skagafrettir.is litu við á generalprufu á leikritinu um Ronju Ræningjadóttur. Það er leiklistaklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Akraness sem stendur að sýningunni. Alls eru um 50 manns sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Aldís Eir Valgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og hún dregur ekkert af sér í túlkun sinni á þessari skemmtilegu persónu. Ronja fer fyrir ræningjahóp föður sína og berst við álfa, huldufólk og kynjaverur.

„Krakkarnir hafa staðið sig vel og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Það gefur mér mikið að vinna með slíkum hópi, sendir mig aftur í tímann, og stundum langar mig að dvelja þar aðeins lengur. Ég get lofað að hér sé um að ræða frábæra sýningu fyrir alla fjölskylduna. Það hefur gengið vel að undirbúa þetta verkefni. Eins og alltaf voru síðustu dagarnir efiðir þar sem að sýningin er tæknilega frekar flókinn. En þegar maður hefur Ingþór Bergmann í Omnis í lífi sínu þá er allt mögulegt – og þetta gekk allt saman upp að lokum,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikstjóri í samtali við skagafrettir.is.

Halli Melló segir að gestir sýningarinnar geti búist við grádvergum, skógarnornum, rassálfum og alls kyns kynjaverum. „Aðalpersónurnar Birkir og Ronja lenda í hverju ævintýrinu á fætur öðru þessari frægu sögu eftir Astrid Lindgren. Annina Pasoen, Bente Kongsbök og Ásdís Skúladóttir gerður leikgerðina en þýðingin er eftir Þorleif Hauksson og söngtextar eru eftir Böðvar Guðmundsson

Leikstjórn: Hallgrímur Ólafsson

Leikmynd og búningar: Sara Hjördís Blöndal
Tónlistarstjórn: Birgir Þórisson
Lýsing: Ingþór Bergmann Þórhallsson

Frumsýningin fór fram laugardaginn 11. mars klukkan 13:00, hægt er að kaupa miða á midi.is á allar sýningar.

Screen Shot 2017-03-11 at 1.23.11 PM

Myndasyrpa frá föstudagskvöldinu:
IMG_7509 IMG_7612 IMG_7581 IMG_7548 IMG_7586 IMG_7587 IMG_7642 IMG_7538 IMG_7682 IMG_7528 IMG_7486 IMG_7564 IMG_7572 IMG_7488 IMG_7611 IMG_7547 IMG_7496 IMG_7563 IMG_7555 IMG_7507 IMG_7599 IMG_7640 IMG_7663 IMG_7608 IMG_7843 IMG_7546 IMG_7610 IMG_7636 IMG_7582 IMG_7536 IMG_7562 IMG_7646 IMG_7689 IMG_7506 IMG_7580 IMG_7597 IMG_7559 IMG_7615 IMG_7545 IMG_7553 IMG_7494 IMG_7688 IMG_7672 IMG_7525 IMG_7484 IMG_7505 IMG_7633 IMG_7626 IMG_7544 IMG_7594 IMG_7674 IMG_7637 IMG_7623 IMG_7635 IMG_7645 IMG_7504 IMG_7632 IMG_7596 IMG_7605 IMG_7641