Félagar úr Dreyra krydduðu bæjarlífið í tilefni 70 ára afmælis

Hestamannafélagið Dreyri heldur upp á 70 ára afmæli sitt á þessu ári en félagið var stofnað þann 11. maí árið 1947. Félagar úr Dreyra létu svo sannarlega vita af sér í góðviðrinu í dag á Akranesi þar sem þeir riðu um götur bæjarins í tilefni Góugleðar.

Hópurinn lagði af stað rétt eftir hádegi í dag frá Æðarodda, niður á Akranes, inn á Ægisbraut, Vesturgötu, Stillholt, Þjóðbraut og í átt að hesthúshverfinu að nýju.

Guðmundur Bjarki Halldórsson tók þessar myndir í dag en fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu Bjarka.

17191967_10212220958700008_833711587905552419_o 17212012_10212220958740009_5549296652146786303_o 17239761_10212220959220021_155787076360156531_o 17191749_10212220959620031_8330054358553146973_o 17212231_10212220961260072_7364304875694336800_o 17191798_10212220963420126_4026786930975342106_o