Það var mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 10. mars s.l. Fulltrúar frá háskólum landsins mættu á Akranesi til þess að kynna námsframboð sitt fyrir nemendum FVA. Fulltrúar frá alls sjö skólum ræddu við nemendur á þessum vel heppnaða kynningardegi.
Mætingin var mjög góð hjá nemendum FVA og einnig var nemendum úr 10. bekk í grunnskólum Akraness boðið að taka þátt. Það er óhætt að segja að mikið framboð sé fyrir væntanlega háskólanema en yfir 500 námsbrautir eru í boði hjá háskólum landsins.
Að sögn talsmanns FVA voru nemendurnir áhugasamir á þessum kynningardegi, þau spurðu mikið um námsbrautirnar, og voru vel upplýst eftir daginn með áhugaverða bæklinga – og fræðsluefni um skólana.