Bæjarstjórinn fékk létta „Club 71“ kveðju í Póstinum

„Búin að vera ansi mögnuð vika. Ég hef fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð frá bæjarbúum og yndislegar móttökur frá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Er bara ansi hrærður yfir þessum viðbrögðum, spenntur og hlakka til,“ skrifar Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness á fésbókarsíðu sína þegar hann fer yfir síðustu daga í hans lífi sem hafa svo sannarlega verið viðburðaríkir.

Sævar Freyr lét af störfum sem forstjóri 365 miðla í byrjun vikunnar og tók við sem bæjarstjóri Akraness á sama degi. Þeim tímamótum var fagnað af félögum hans í Club 71 á baksíðu á Póstinum sem kom í hús á Vesturlandi í dag.

„Einnig má sjá mynd af baksíðu Póstsins í dag sem berst í öll hús á Vesturlandi. Ég skrifa þetta á vini mína grallarana í Club71 þó allt aðrir séu skrifaðir undir þessa auglýsingu,“ skrifar Sævar Freyr á fésbókarsíðu sína.

17353646_1302143023185866_7361192125976747920_n