Fjallað var um flott verkefni í Grundaskóla í Landanum á RÚV

Grundaskóli á Akranesi var til umfjöllunnar í Landanum á RÚV í gærkvöld.  Þar var starfseflingarverkefni skólans kynnt til sögunnar en það byggir á því að leita sérstaklega eftir fólki með skerta starfsgetu og finna þeim verkefni sem henta.

Óhætt er að segja að þetta verkefni hafi vakið mikla athygli og þeir sem hafa tekið þátt eru ánægðir með hvernig til hefur tekist.

Innslagið í Landanum er hægt að sjá með því að smella hér.

Þáttinn í  heild er hægt að sjá hér.