Ótrúlegt afrek fjögurra sona Bjarneyjar – hafa allir skorað fyrir Ísland

Skagamaðurinn Björn Berg­mann Sig­urðar­son var í byrjunarliði Íslands í gær og skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í mikilvægum 2-1 sigri Íslands gegn Kosóvó undankeppni HM 2018 í knattspyrnu karla. Leikurinn fór fram í Albaníu og með sigrinum er Ísland í öðru sæti riðilsins á eftir Króatíu.

Þetta var fyrsta landsliðsmarkið hjá Birni en hann fetaði þar með í fótspor þriggja bræðra sinna sem hafa allir skorað fyrir Ísland í A-landsleik.

Hér má sjá markið hjá Birni Bergmann.

Á mbl.is kemur eftirfarandi fram:

Hálf­bræður Björns eru þeir Bjarni Guðjóns­son, Jó­hann­es Karl Guðjóns­son og Þórður Guðjóns­son sem all­ir voru landsliðs- og at­vinnu­menn. Þeir skoruðu jafn­framt all­ir í lands­leik og eru þeir því orðnir fjór­ir bræðurn­ir með landsliðsmörk á ferl­in­um, sem verður að telj­ast ein­stakt.

Bjarni skoraði eitt mark á sín­um landsliðsferli í 23 leikj­um, gegn Liechten­stein árið 1997. Það gerði Jó­hann­es Karl líka í sín­um 34 lands­leikj­um, en markið skoraði hann gegn Nor­egi árið 2002. Þórður skoraði hins veg­ar 13 landsliðsmörk í 58 leikj­um sín­um fyr­ir Ísland.

1485978_10202232702092782_2014811934_o

Bjarney er hér ásamt sonum sínum sem hafa allir skorað fyrir Ísland. Frá vinstri: Björn Bergmann Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney, Jóhannes Karl Guðjónsson og Þórður Guðjónsson.

Björn Bergmann Sigurðarson er sonur þeirra Sigurðar Haraldssonar og Bjarneyjar Jóhannesdóttur – en hún er móðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar. Bjarney á því alla þessa fjóra leikmenn sem hafa skorað fyrir A-landslið Íslands.