Slitnir Strengir í aðalhlutverki í Landanum

Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir voru í aðalhlutverki á RÚV í gær í þættinum Landanum. Þar mætti Gísli Einarsson í heimsókn á útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fóru þann 17. mars s.l. Rætt var við nokkra meðlimi Slitinna Strengja sem á sér langa og skemmtilega sögu þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar séu ungir að árum.

Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella hér. 

Alls eru 16 félagar í Slitnum Strengjum sem skilgreina sig sem syngjandi fiðluleikara og undirleikara. Ragnar Skúlason er stjórnandi Slitinna Strengja.

Slitnir Strengir fagna útgáfu á nýju efni í Tónbergi