Boðið upp á tilfinningarússibana á vorsýningu FIMA

Iðkendur í fimleikafélagi Akraness hafa æft af miklum krafti á undanförnum vikum fyrir árlega vorsýningu FIMA sem fram fer laugardaginn 1. apríl í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tvær sýningar verða á þessum degi og hefjast þær kl. 12 og 14. Þemað í ár eru tilfinningar og verður boðið upp á tilfinningarússibana í atriðum sýningarinnar. Á undanförnum árum hafa áherslurnar verið með ýmsum hætti á þessari sýningu, Pétur Pan, Lísa í Undralandi og sirkusþema svo eitthvað sé nefnt.

Forsvarsmenn FIMA vilja koma því á framfæri að allir séu hjartanlega velkomnir, aðgangseyrir er 1000 kr. og eru miðar seldir frá kl. 10:30-11:30 laugardaginn 1. apríl.  Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Athugið að aðeins er hægt að greiða með pengingum í miðasölunni og ekki hægt að greiða með greiðslukortum.

17545417_10211976043733883_5576182437103072644_o 17631986_10211976043013865_4861354196900706921_o 17635495_10211976042333848_4967523392032426987_o 17492677_10211976038413750_8637165508056823082_o 17621664_10211976035413675_3734779802183231608_o 17636846_10211976035293672_3275361607422878670_o 17621782_10211976030413550_7075548424289873371_o 17505098_10211976030293547_3259560684105195141_o 17621891_10211976027653481_4582530584827696572_o 17505280_10211976027573479_4802791172529926050_o