Kristófer Daði á leiðinni í einn virtasta háskóla Bandaríkjanna

„Ég var í rauninni búinn að vera að spá í þessu lengi. Ég vissi af eldri strákum af Skaganum sem annaðhvort voru í úti háskóla eða höfðu verið áður. Ég lét loksins verða af þessu í febrúar á þesus ári og núna er ég á leiðinni í Duke háskólann að sameina nám og fótbolta,“ segir Skagamaðurinn Kristófer Daði Garðarsson sem samdi nýverið við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna.

Hinn tvítugi Kristófer Daði hlustaði á útvarpsviðtal þar sem að forsvarsmenn Soccer and Education USA voru að kynna starfssemi sína og það kveikti neistann sem varð til þess að Kristófer fór af stað að koma sér til Bandaríkjanna.

„Ég var búinn að spjalla mikið um þetta við Einar Log Einarsson félaga minn sem var að ljúka námi hjá Coastal Carolina University. Einar kom mér í samband við nokkra þjálfara sem hann þekkir þarna út.  Í kjölfarið hlustaði ég á útvarpsviðtal sem tekið var við Brynjar Benediktsson og Jónu Kristín Hauksdóttur, stofnendur Soccer and Education USA.

Það var eiginlega á þeim tímapunkti sem ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að upplifa. Annars myndi ég sjá eftir því alla ævi. Því næst senti ég Brynjari skilaboð og sagði að ég væri áhugasamur um þetta og hvort að við gætum ekki reynt að koma mér út til Bandaríkjanna á skólastyrk. Þetta var allt að gerast þann 16. febrúar s.l. á þessu ári og svo tók það mig 10 daga til að spá aðeins í þessu og ákveða loks að kýla á þetta.

Það var eiginlega á þeim tímapunkti sem ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að upplifa. Annars myndi ég sjá eftir því alla ævi.

Hvernig er ferlið á bak við þetta?/ varstu lengi að vinna í þessu og komu margir skólar til greina?

„Eftir þessa 10 daga þá var næsta skref fyrir mig að fara og búa til hálfgerða ferilskrá sem sagði bæði frá mér sem persónu og sem leikmanni. Ásamt því þurfti ég að klippa saman „highlight video“ sem sýndi hverskonar leikmaður ég væri. Ég skráði mig í tvö próf sem nauðsynlegt er að taka, ACT og TOEFL, sem er annars vegar stöðupróf og munnlegt ensku próf hins vegar, en ég tek þau bæði núna í apríl mánuði. Næst var það Brynjars verk að senda myndbandið mitt, ásamt ferilskrá, til ákveðna skóla í Bandaríkjunum.

Það voru í kringum sjö skólar sem að svöruðu Brynjari fljótt og sýndu áhuga, en þó var það Duke sem sýndi mesta áhugann. Þeir svöruðu Brynjari þann 13. mars síðastliðinn og rúmum tveimur dögum seinna hringdi aðstoðarþjálfarinn frá Duke til að spjalla við mig. Hann sagðist þurfa einkunnarspjöld úr 8.-10. bekk og afrit af stúdentsskírteininu mínu sem fyrst til að gá hvort að ég stæðist inntökuskilyrðin í skólann sjálfan.

Tveimur dögum síðar eða þann 16. mars nánar tiltekinn, fæ ég að vita að einkunnirnar mínar væru nægilega góðar og að næsta skref væri fyrir aðalþjálfarann hjá Duke að koma til Íslands og horfa á næsta keppnisleik hjá mér, sem var eftir fimm daga gegn Aftureldingu. Leikurinn gekk hrikalega vel og eftir á átti ég gott spjall við bæði Brynjar og John, aðalþjálfara Duke. Þar sagði hann mér að hann væri hrifinn af því sem hann hefði séð og vildi ólmur fá mig í liðið sitt. Ekki leið á löngu þar til að samningurinn var kominn á borð, ég með penna í hönd og mamma sitjandi á móti mér til að taka mynd.“

 

17671032_10212218678564600_1537427949_n

Hvað felst í því í því að fá háskólastyrk?

„Það er auðvitað mismunandi eftir því hvað krakkar fá háan skólastyrk. En það sem að er t.d. reiknað inn í árlegu gjöldin við Duke University er kostnaðurinn við að fá að stunda skólann, gisting á háskólasvæðinu, bækur, matur og drykkir. Það sem er ekki inn í jöfnunni er kostnaðurinn fyrir mig til að koma mér til og frá Bandaríkjunum.“

Skólinn og svæðið sem þú ferð til, hvað veistu um þessa hluti?

Það eina sem ég hef heyrt varðandi skólann er að hann er framúrskarandi fræðilega séð en einnig íþróttalega séð. Hann er víst árlega á lista yfir 25 bestu háskóla í heimi hverju sinni.

 

„Duke University er einkaskóli staðsettur í Durham í Norður-Kaliforníufylki á austurströnd Bandaríkjanna. 
Það eina sem ég hef heyrt varðandi skólann er að hann er framúrskarandi fræðilega séð en einnig íþróttalega séð. Hann er víst árlega á lista yfir 25 bestu háskóla í heimi hverju sinni. Það eru í kringum 14.000 nemendur við skólann og telur háskólasvæðið 35 km2. Til samanburðar er Akraneskaupstaður 9 km2.“

 

Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir fótbolta?
„Mér finnst bara svo hrikalega gaman í fótbolta og ég held að það sé þannig hjá flestum.“

 

SQPFMYCOYLQMHDI.20150916134800

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Vakna 7:40 og fæ mér morgunmat. Ég og pabbi erum svo farnir kl. 8:00 á þann stað sem við þurfum að vera hverju sinni í málningarvinnunni. Kem oftast heim milli 16:00 og 17:00, fæ mér að borða fyrir æfingu sem er kl. 18:15. Fæ mér kvöldmat strax eftir hana og reyni svo að hitta félaga mína eftir það eða bara vera í rólegheitum heima.“

Hversu oft í viku æfir þú?
„Lyftingaæfing 2 x í viku og fótbolti 3 x í viku.“

Hvað er skemmtilegast við fótboltann?
„Félagsskapurinn er alltaf ofarlega á lista, sérstaklega hérna á Skaganum þar sem allir þekkja alla. Það er fátt betra en sigurtilfinningin eftir jafnan og erfiðan leik, kýs alltaf það heldur en að rústa einhverjum sköllóttum vörubílstjórum 8-0. Líka alltaf gaman að leggja upp og skora mörk.“

dukeuniversity

Það er fátt betra en sigurtilfinningin eftir jafnan og erfiðan leik, kýs alltaf það heldur en að rústa einhverjum sköllóttum vörubílstjórum 8-0

 

Framtíðardraumarnir í fótboltanum?
„Bæta mig sem fótboltamaður í Bandaríkjunum, koma síðan heim og spila með Kára í Pepsi deildinni árið 2021. Ef það rætist ekki þá verður eitthvað annað lið að duga.“
 

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í leik?
„Það er klárlega B-liðs leikur gegn Leikni á útivelli þegar ég var á yngra ári í 3. flokki. Við unnum leikinn 0-7 og ég skoraði öll mörkin.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið hjá þér í leik?

„Það er líklegast atvik sem átti sér stað í leik með Kára gegn Hamri núna á þessu ári. Ég fékk stungusendingu inn fyrir vörnina, vippaði yfir markvörðinn og var í raun einn á móti marki. Boltinn var skoppandi, ég rak mjöðmina í boltann með þeim afleiðingum að ég missti hann of langt frá mér og kom mér í óþarflega þröngt færi. Til að kóróna allt þetta að þá potaði ég boltanum gagnstætt fyrir markið og rúllaði hann hægt yfir endalínuna hinum megin við markið. Það kom þó ekki að sök því að við unnum leikinn 8-2.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta?

„Mér finnst hrikalega gaman að eyða tíma með félögum mínum. Sama hvort það sé að fara á saklausan rúnt eða í bæinn að brasa eitthvað. 
Einnig er ég áhugasamur um eldamennsku og finnst skemmtilegt að elda. Ég er mikið fyrir að horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist, ferðast og verja tíma með fjölskyldunni.
Svo reyni ég að fara á snjóbretti á veturnar og spila golf á sumrin.“

Ertu hjátrúarfullur?
„Já. Ég klæði mig alltaf í vinstri takkaskóinn fyrst. Sama á við um þegar ég reimi skóna.“

 

Staðreyndir:
Nafn: Kristófer Daði Garðarsson.
Aldur: 20 ára.
Besti maturinn: Það er jólamaturinn, hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, eplasalati og brúnni sósu.
Besti drykkurinn: Klisjukennt að segja vatnið.
Besta lagið/tónlistin. Fullir Vasar er á repeat.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana?
Garðar „Gæi“ Viðarsson á Tenerife.

 

Ættartréð:

Foreldarar Garðar Jónsson og Lára Hagalín Björgvinsdóttir. Systkini: Sólrún Perla Garðarsdóttir (1981), Heiðrún Sif Garðarsdóttir (1983), Björgvin Andri Garðarsson (1991).