Fjölmargir fengu viðurkenningar á ársþingi ÍA

Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram fimmtudaginn 6. apríl í hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum. Fjölmenni var á þinginu. Siglingafélagið Skipaskagi bættist í hóp aðildarfélaga ÍA og eru þau nú alls 19.

Árskýrsla ÍA var lögð fram ásamt reikningum en hægt er að nálgast þau skjöl með því að smella hér:

Rekstur Íþróttabandalagsins gengur vel líkt og á undanförnum árum. Skuldir ÍA eru nánast engar, eigið fé um 70 milljónir kr. og starfið kröftugt.

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir var endurkjörinn sem formaður ÍA en hún greindi frá því að hún ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ársþingi. Sigurður Arnar Sigurðsson, Svava Huld Þórðardóttir, Marella Steinsdóttir og Þráinn Haraldsson. Voru kjörinn í framkvæmdastjórn ÍA.  Ragnhildur Inga Aðalsteinsdóttir og  Pálmi Haraldsson eru í varastjórn.

Nánar á vef ÍA: 

Eftirtöldum aðilum var veitt bandalagsmerki ÍA á ársþinginu fyrir þeirra mikla framlag til íþróttastarfsins í gegnum árin:

IMG_2391-2-Large

Frá vinstri: Stefán Jónsson, Hannibal Hauksson, Örn Arnarson, Gunnar Kristinssson, Harpa Hrönn Finnbogadóttir, Sigurður Jónsosn, Hörður Jóhannesson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Bjarney Guðbjörnsdóttir Guðlaug Sverrisdóttir, Jóhanna Hallsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Anna Bjarnadóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir formaður ÍA.

Á myndina vantar Guðbjörgu Árnadóttur.

 

Smelltu á myndina til að lesa árskýrslu ÍA: 

Screen Shot 2017-04-07 at 11.24.04 AM

IMG_2324-Large IMG_2368-Large IMG_2318-Large IMG_2334-Large IMG_2322-Large IMG_2332-Large