Skaginn 3X fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Skag­inn 3X hlaut í gær Útflutn­ings­verðlaun for­seta Íslands sem veitt voru í 29. skipti. Ingólf­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X veitti verðlaun­un­um viðtöku við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­um for­seti Íslands, var sæmd sér­stakri heiður­sviður­kenn­ingu við sama til­efni. Viður­kenn­ing­una hlýt­ur hún fyr­ir að hafa með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að já­kvæðu um­tali um land okk­ar og þjóð.

Þetta er í fyrsta sinn sem sama fyrirtæki hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands 2017. Skaginn 3X féksk Nýsköpunarverðlaun Íslands þann 30. mars s.l. og hafa því svo sannarlega sópað að sér verðlaunum á undanförnum vikum.

Þar seg­ir að Íslenska tækni- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Skag­inn hf. fái verðlaun­in fyr­ir að hafa náð afar at­hygl­is­verðum ár­angri í að þróa, fram­leiða og selja tækja­búnað fyr­ir mat­vælaiðnaðinn, einkum fisk­vinnsl­una.

„Fyr­ir­tækið er í fremstu röð þeirra ís­lensku fyr­ir­tækja sem hafa náð að brjóta sér leið inn á alþjóðleg­an mat­væla­markað með fram­leiðslu­vör­ur sem í upp­hafi eru þróaðar í nánu sam­starfi við ís­lensk fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Sérstaða Skag­ans hf. er fólg­in í bylt­ing­ar­kennd­um tækninýj­ung­um hvað varðar ís­lausa kæl­ingu á mat­væl­um, sjálf­virkni og lausn­um við pökk­un og flutn­ing á afurðunum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni en stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins má rekja aft­ur til árs­ins 1985 þegar Ingólf­ur Árna­son aðal­eig­andi Skag­ans hf. hóf að vinna við ný­sköp­un og þróun á vinnslu­búnaði fyr­ir fiskiðnað.

Í dag er fyr­ir­tækið rekið í þrem­ur ein­ing­um sem eru Skag­inn hf., Þor­geir og Ell­ert hf. og 3X Technology á Ísaf­irði. Þessi þrjú syst­ur­fyr­ir­tæki vinna þétt sam­an að þróun, hönn­un og fram­leiðslu og eru fram­leiðslu­vör­urn­ar kynnt­ar og seld­ar und­ir sam­eig­in­legu merki fé­lag­anna – Skag­inn 3X.

Skag­inn hef­ur selt vör­ur sín­ar víðsveg­ar um heim­inn en meg­inþung­inn hvað fiskiðnað varðar er á svæðinu í kring­um Norður Atlants­haf og hvað kjötiðnað varðar þá er hann mest­ur í Suður- og Norður-Am­er­íku. Síðasti land­vinn­ing­ur fyr­ir­tæk­is­ins var sala á frysti fyr­ir kjúk­linga­vinnslu í Chile. Á síðasta ári var m.a. unnið að upp­setn­ingu á einni full­komn­ustu upp­sjáv­ar­verk­smiðju í heimi, hjá Eskju á Eskif­irði. Um þess­ar mund­ir er unnið hörðum hönd­um við að ljúka þróun og upp­setn­ingu á vinnslu­dekki og sjálf­virku lest­ar­kerfi um borð í fersk­fisk­skip HB Granda.

Velta Skag­an í fyrra var um 4,4 millj­arðar króna og heild­ar­velta syst­ur­fyr­ir­tækj­anna þriggja um 6,0 millj­arðar króna. Í heild­ina voru starfs­menn um 180.

Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur veitt sér­stök heiður­sviður­kenn­ing

Eins og fyrr seg­ir var frú Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, fyrr­um for­seta, veitt sér­stök heiður­sviður­kenn­ing fyr­ir að hafa með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að já­kvæðu um­tali um land okk­ar og þjóð.

„Sig­ur Vig­dís­ar í for­seta­kosn­ing­un­um varpaði kast­ljósi al­heims­ins á hana og á Ísland í leiðinni.
Í ræðu sinni um Vig­dísi hafði Sig­steinn Grét­ars­son, formaður út­hlut­un­ar­nefnd­ar m.a. á orði:
„Við Íslend­ing­ar spegluðum okk­ur í þeirri mynd sem Vig­dís dró upp af landi okk­ar og þjóð. Hún minnti okk­ur á að það er lán að vera fædd­ur hér á landi, hún minnti okk­ur á mik­il­vægi þess að standa vörð um ís­lenska tungu og kunna skil á sögu þjóðar­inn­ar og menn­ingu. Og ekki hvað síst minnti hún okk­ur á að kon­ur og karl­ar eru jafn­ok­ar á öll­um sviðum.“,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Eft­ir að Vig­dís lét af embætti hef­ur hún unnið að ýms­um mál­um, einkum tengd­um menn­ingu og tungu­mál­um. Hún er m.a. vel­gjörðar sendi­herra UNESCO og er meðlim­ur í sam­tök­un­um Council of Women World Lea­ders. Frá ár­inu 2001 hef­ur rann­sókn­ar­stofn­un Há­skóla Íslands í er­lend­um tungu­mál­um verið kennd við hana og á morg­un – sum­ar­dag­inn fyrsta – verður ný­bygg­ing fyr­ir Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um vígð við hátíðlega at­höfn. Þar verður starf­rækt fræðslu- og upp­lif­un­ar­set­ur og í hús­inu er aðstaða fyr­ir fyr­ir­lestra-, ráðstefnu- og sýn­ing­ar­hald. Þar verður einnig Vig­dís­ar­stofa, til­einkuð Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, þar sem hægt verður að fræðast um líf henn­ar og störf.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að til­gang­ur­inn með veit­ingu út­flutn­ings­verðlaun­anna er að vekja at­hygli á þjóðhags­legu mik­il­vægi gjald­eyrisöfl­un­ar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sér­stak­lega góðum ár­angri í sölu og markaðssetn­ingu á ís­lensk­um vör­um og þjón­ustu er­lend­is.

Verðlaun­in veitt í 29. sinn
Útflutn­ings­verðlaun­in eru nú veitt í 29. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyr­ir­tækja er hlotið hafa verðlaun­in í gegn­um tíðina eru Bláa lónið, CCP, Hampiðjan, Trefjar ehf, Icelanda­ir Group og Ferðaskrif­stofa bænda, og á síðasta ári hlaut Nox Medical verðlaun­in.

Úthlut­un­ar­regl­ur kveða á um að Útflutn­ings­verðlaun for­seta Íslands skuli veitt fyr­ir­tækj­um eða ein­stak­ling­um, ís­lensk­um eða er­lend­um, fyr­ir ár­ang­urs­ríkt starf að út­flutn­ingi á ís­lensk­um vör­um eða þjón­ustu á er­lend­um markaði. Veit­ing verðlaun­anna tek­ur mið af verðmætis­aukn­ingu út­flutn­ings, hlut­deild út­flutn­ings í heild­ar­sölu, markaðssetn­ingu á nýj­um markaði, ásamt fleiru.

Í út­hlut­un­ar­nefnd­inni sátu að þessu sinni: Örn­ólf­ur Thors­son, frá embætti for­seta Íslands, Run­ólf­ur Smári Stein­dórs­son, frá viðskipta- og hag­fræðideild Há­skóla Íslands, Björgólf­ur Jó­hanns­son frá Viðskiptaráði, Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, frá Alþýðusam­bandi Íslands og Sig­steinn Grét­ars­son frá Íslands­stofu, en Íslands­stofa ber ábyrgð á und­ir­bún­ingi og kostnaði við verðlauna­veit­ing­una.