Orri Harðar er bæjarlistamaður Akureyrar

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Orri Harðarson var í gær útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar. Orri er sem kunnugt er fæddur og uppalinn á Akranesi. Tilkynnt var um valið á Vorkomu Akureyrarstofu í gær.

Orri á að baki langan feril sem tónlistarmaður en hefur síðustu árin snúið sér að ritlisinni. Hann hefur gefið út nokkrar skáldsögur og er með fleiri í bígerð auk þess sem lagasmíðar fyrir nýja plötu eru hafnar.

Ítarlegt viðtal við Orra Harðarson var birt hjá okkur á skagafrettir.is þann 15. nóvember s.l. og er hægt að lesa það hér: