Brimrún Eir Óðinsdóttir heldur áfram að gera góða hluti á klifurmótum á Íslandi. Brimrúm tryggði sér annað sætið í unglingaflokki á glæsilegu Bikarmeistaramóti sem fram fór í Klifurhúsinu síðast liðna helgi.
Stúlkurnar klifruðu fjórar leiðir og Brimrún Eir toppaði þrjár leiðir í fjórum tilraunum. Gabríela Einarsdóttir úr Björkinni toppaði þrjár leiðir í þremur tilraunum og fór því með sigur af hólmi. Brimrún Eir hafði áður tryggt sér annað sætið á Íslandsmeistaramótaröðinni á eftir Gabríelu.
Þórður Sævarsson þjálfari Klifurfélagsins og Brimrún Eir.
Þar með er keppnistímabilinu lokið innanhúss og útitímabilið farið í gang og undirbúningur hafinn fyrir samnorrænar æfingabúðir unglinga sem haldnar verða hér á landi í júlí, segir í tilkynningu frá Klifurfélagi Akraness.