N4 með fína umfjöllun um tónlistarfólk á Akranesi

Það var fín umfjöllun um Akranes á sjónvarpsstöðinni N4 nýverið. Þar var þátturinn Að Vestan sem Hlédís Sveinsdóttir stýrir og tökumaðurinn er Skagamaðurinn Heiðar Mar Björnsson.

Umfjöllunin var fjölbreytt að venju í  þættinum en kastljósinu var beint að tríóinu Travel Tunes Iceland.

Valgerður Jónsdóttir, Þórður Sævarsson og Silvía dóttir þeirra skipa tríóið sem spilar íslensk þjóðlög með einstökum hætti. Þátturinn var tekinn upp í Stúkuhúsi Byggðasafnsins í Görðum.

Travel Tunes Iceland mun m.a. taka á móti ferðamönnum í sumar. Tríóið mun leika lögin sín á bryggjunni þegar skemmtiferðaskipin sem boðað hafa komu sína í sumar munu leggjast að hafnarbakkanum.