Ágúst og Inga Elín í landsliðshópnum sem fer á Smáþjóðaleikana

Tveir sundmenn frá Akranesi verða í landsliðshópnum sem keppir á Smáþjóðaleikunum í lok maí og byrjun júní.

Ágúst Júlíusson, keppir fyrir ÍA, er í 16 manna hópnum og Inga Elín Cryer, sem keppir fyrir Ægi, er einnig í hópnum.

Smáþjóðaleikarnir fara fram í San Marínó 29.maí-3.júní.

Ágúst hefur verið einn sigursælasti flugsundsmaður síðustu ára hér á landi. Ágúst hefur æft vel í vetur og er enn að bæta bæta sig. Inga Elín hefur verið að bæta sig jafnt og þétt undanfarin misseri eftir erfið meiðsli og veikindi.

Inga Elín Cryer.
Inga Elín Cryer.