Það eru ýmsar hættur sem leynast í hitanum

Það er ýmislegt sem þarf að varast á framandi slóðum. Því fékk kylfingurinn Björn Bergmann Þórhallsson að kynnast þegar hann settist ber að ofan í stól sem var á svölunum á golfhóteli í Alicante. Stóllinn var sjóðheitur eins og sjá má á þessari mynd.

Það var 28 gráðu lofthiti á þessum degi og stóllinn, sem er úr járni, var eitthvað aðeins heitari. Bjössi verður með þessa minningu á bakinu í einhvern tíma, Við hér á skagafrettir.is bendum Bjössa á að nota mikið af Aloe Vera jurtinni til þess að kæla brunasárið næstu dagana.

00011_jpg