Vallarsel í efsta sæti í kjörinu á Stofnun ársins Borg og Bær

Leikskólinn Vallarsel á Akranesi fékk heldur betur frábæra viðurkenningu í flokki minni stofnana hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Valið er byggt á svörum starfsmanna í könnun um valið á Stofnun ársins Borg og Bær. Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna.

Það hljómar kannski undarlega að Reykvíkingar séu að hampa þessum frábæra leikskóla en Starfsamannafélag Akraness rann inn í Starfsmannafélag Reykjavíkur þegar félögin voru sameinuð fyrir rúmlega áratug.
Tvær aðrar stofnanir á Akranesi fengu viðurkenningu á hátíðinni sem fram fór á Hilton Nordica.

Skipulags – og umhverfissvið Akranesbæjar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun og endaði í fimmta sæti í flokki stofnana sem eru með 50 eða færri starfsmenn.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands var í þessum hóp fyrirmyndastofnana að auki. HVE var númer fimm af stofnun með fleiri en 50 starfsmenn.

Þegar einkunnir allra stofnana sem tóku þátt eru bornar saman varð Vallarsel í 1. sæti, HVE í 7. sæti og Skipulags – og umhverfissvið Akraneskaupstaðar í 16. sæti.

 

 

Þetta er viðurkenningin sem Vallarsel fékk í gær. Rammin er úr IKEA er okkur sagt. Hvítbæsaður KNOPPÄNG.