„Biggi Bigg“ fór holu í höggi – Axel og Teddi sigurvegarar

Það voru stórir hlutir sem gerðust á Garðavelli í dag í Frumherjabikarnum hjá Leyni. Veðurfræðingurinn Theódór Freyr Hervarsson sigraði með yfirburðum í keppni án forgjafar og Axel Fannar Elvarsson sigraði í keppni án forgjafar. Þess má geta að það rigndi nánast stanslaust á meðan Teddi var að leika sitt besta golf en það stytti upp upp úr hádegi og veðrið var með ágætum það sem eftir lifði dags.

Stærstu tíðindi dagsins voru hinsvegar draumahöggið hjá Birgi Arnari Birgissyni. „Bigg Bigg“ smellti boltanum beint ofaní á lokaholunni í dag og notaði hann 9-járnið í þessu draumahöggi af 128 metra færi.

Frumherjarbikarinn er innanfélagsmót með mikla hefð allt aftur til ársins 1986 er það var haldið í fyrsta skipti. Í þetta skiptið mættu 38 keppendur til leiks. Garðavöllur lítur vel út nú um miðjan maí og voru kylfingar ánægðir með ástand vallar.

Helstu úrslit:
Höggleikur með forgjöf:
1. Theódór Freyr Hervarsson, 65 nettó.
2. Ísak Örn Elvarsson, 69 nettó.
3. Heimir Eir Lárusson, 71 nettó (betri á seinni níu)

Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1. Axel Fannar Elvarsson, 76 högg.

Nándarverðlaun á par 3 holum
3.hola, Sigurður Elvar Þórólfsson 1.73 m.
8.hola, Emil Kristmann Sævarsson 2.28 m.
14.hola, Guðlaugur G. Kristinsson 7.7 m.
18.hola, Birgir A. Birgisson „hola í höggi“