Gleðin skein úr andlitum keppenda Fimleikafélags Akraness þegar ÍA-liðið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 2. fl. b í hópfimleikum. Keppnin fór fram á Egilsstöðum og tóku 29 keppendur frá FIMA þátt. Myndirnar sem við hér á skagafrettir.is fengum frá Egilsstöðum segja allt sem segja þarf – vel gert og til hamingju.