Stálmaginn á Bjarna Ólafssyni „vel kýldur“ af eðalfiski

Fumlaus vinnubrögð og samvinna einkenna störf þeirra sem eru á dekkinum á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni frá Akranesi.

Á fésbókarsíðu Bjarna Ólafssonar má sjá áhugavert og fróðlegt myndband þar sem fylgst er með því þegar trollið var híft í góðum veiðitúr skipsins.

Bjarni Ólafsson er við veiðar á kolmuna og gengur fiskeríið þokkalega að sögn þeirra. „Stálmaginn er vel kýldur af eðalfiski sem fékkst austan við Færeyjar,“ segja skipverjar á Bjarna Ólafssyni.

Það tók 20 mínútur að hífa trollið og er myndbandið stytt niður í 3 mínútur.