Blómlegt um að litast í veðurblíðunni á Langasandi

Veðrið hefur leikið við Skagamenn á undanförnum dögum. Íbúar á öllum aldri hafa gripið tækifærið og verið úti í veðurblíðunni við leik og störf. Langisandur er miðpunkturinn hjá mörgum þegar kemur að góða veðrinu og það leyndi sér ekki í dag að þar hafa margir komið við.

Ljósmyndari Skagafrétta var á ferðinni og fangaði stemninguna sem var um hádegisbil í dag. Þar voru glæsilega skreyttir sandkastalar út um allt í fjörunni og nemendur á hlaupum í íþróttatímanum sínum. Flórída-Skaginn stóð því sannarlega undir nafni í dag.