Skagamaðurinn fjölhæfi Kristinn Gauti Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir ýmis töfrabrögð á síðustu árum. Kristinn Gauti er í námi í Kvikmyndaskóla Íslands og það kemur kannski fáum á óvart enda er drengurinn einn sá allra öflugasti og flinkasti á því sviði.
Lokaverkefni Kristins Gauta á fyrstu önninni af alls fjórum hefur nú verið lagt út á veraldarvefinn. Myndin heitir sumarið 76 og vann hann það í samvinnu við Gunnþórunni Jónsdóttur og Láru Kristínu leikkonu.
Um er að ræða stuttmynd sem gerist að mestu árið 1967. Myndin segir allt sem segja þarf um lokaverkefnið. Við óskum Kristni Gauta og samnemendum hans til hamingju með verkefnið. Myndina má sjá hér fyrir neðan en Sumarið 67 er um 7 mínútur að lengd. Mælum með góðum kaffibolla, og kannski kleinu með við áhorfið.