Kvöldin í bænum með hljómsveitinni Albatross verður án efa einn af sumarsmellunum á þessu ári. Þar eru Friðrik Dór og Sverrir Bergmann í aðalhlutverki í söngnum. Lagið er eftir hina einu sönnu áströlsku hljómsveit Bee Gees og upprunalega útgáfan heitir Nights On Broadway.
En hvernig er tenging lagsins við Akranes? Jú, það er að sjálfsögðu í gegn félagsheimilið Hlégarð í Mosfellsbæ – en þar er myndbandið tekið upp.
Og til að gera langa sögu stutta þá er Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson rekstraraðili Hlégarðs, Friðrik Dór var á meðal áhorfenda á ÍA – FH um daginn og hefur margoft skemmt hér á Akranesi, Sverrir Bergmann og Albatross hljómsveitin hefur skemmt Skagamönnum á Þorrablótinu, og Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir er gítarleikari í Albatross – en alls eru átta Skagamenn í Fjallabræðum undir stjórn Halldórs í þeim frábæra kór.
Svo er þetta bara fjári gott lag sem á heima hérna á skagafrettir.is!