Margt í boði í hreyfiviku UMFÍ á Akranesi

Íþróttabandalag Akraness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ sem hófst í dag 29.maí og stendur til 4. júní. Hreyfivika.is
Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum en UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu og stundi hana sér til heilsubótar.

Alls eru 15 viðburðir á dagskrá hér á Akranesi í þessari viku og er hægt að nálgast allar upplýsingar um þá viðburði á þessari síðu.