Ekkert verður af komu skemmtiferðaskipsins To Callisto en gert var ráð fyrir 14 heimsóknum skipsins í sumar í Akraneshöfnina. Skipið bilaði á leiðinni og er komið til Panama í viðgerð.
Variety Cruises, sem rekur þetta skip, hefur því afbókað allar komur skipsins til Íslands segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum.
Fyrirtækið hefur lýst yfir áhuga á að koma á næsta ári en ferðatilhögun og skipulag á þeim ferðum liggur ekki fyrir á þessari stundu.