Akranes siglir þrívegis á dag frá Akraneshöfn

Farþegaskipið Akranes sigldi í gær jómfrúarferð sína frá Reykjavík til Akraness. Áætlunarferðir hefjast formlega mánudaginn 19. júní en ferjan siglir á 25 mínútum á milli.

Miðasala er um borð í ferjunni, stök ferð kostar 2500 kr. og 4000 kr. fram og til baka. Einnig er hægt að kaupa 20 ferðir í pakka og er þá stök ferð á um 900 kr.

Áætlun virka daga

Reykjavík – Akranes:
06:30
10:30
17:30

Akranes – Reykjavík: 
07:00
11:00
18:00

 

Stök ferð 2.500 kr.
Aldraðir, öryrkjar og börn (6-16 ára) 1.500 kr.
Börn 0-5 ára Frítt
Fram og tilbaka 4.000 kr.
20 miða kort (hver ferð 875) 17.500 kr.
20 miða kort aldraðir, öryrkjar og börn (hver ferð 500) 10.000 kr.
Athugið að hver fullorðinn má að hámarki taka með sér 4 börn. Börn undir 16 ára mega ekki ferðast án fylgdar fullorðinna (18 ára).

Vegna beiðna um sérferðir er fólk vinsamlega beðið að hafa samband í síma 856-0770 eða á netfangið [email protected]. Vakin er athygli á því að nánari upplýsingar má nálgast hér á facebook síðu Akranesferjunnar og einnig er hér í vinnslu heimasíða sem opnar fljótlega.