Um 1500 keppendur hafa sýnt stórkostlega takta á undanförnum klukkustundum á Norðurálsmótinu í knattspyrnu sem hófst í dag á Akranesi. Mótið var sett í hádeginu í dag en því lýkur á sunnudaginn.
Alls eru 31 félög sem senda lið til keppni og má gera ráð fyrir að nokkur þúsund manns heimsæki Akranes á meðan mótið fer fram.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA en þar má nálgast enn fleiri myndir frá mótinu: