Skagafrændurnir fara á kostum með Hólmari Erni

Skagafrændurnir Arnþór Ingi Kristinsson og Hallur Flosason hafa á undanförnum misserum sent frá sér skemmtilegar ábreiður af vinsælum lögum. Nýjasta afurð þeirra hefur vakið athygli en þar tekur Hólmar Örn Eyjólfsson atvinnumaður í knattspyrnu lagið með þeim Arnþóri og Halli. Lagið er Passionfruit með Drake.

Hólmar Örn leikur með Maccabi Haifa í Ísrael en hann er sonur Eyjólfs Sverrissonar fyrrum þjálfara íslenska A-landsliðsins og núverandi þjálfara U-21 árs landsliðsins.

Hér fyrir neða er upprunalega útgáfan.