Fjölmenni frá vinabæjum Akraness í heimsókn á Skaganum

Bæjarbúar hafa án efa tekið eftir því að erlendir fánar eru víða dregnir að húni á Akranesi þessa dagana. Ástæðan er sú að hér eru tæplega 70 manns frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Um er að ræða fulltrúa frá vinabæjum Akraness og hefur Norræna félagið á Akranesi skipulagt dagskrá fyrir gestina. Alls eru vinabæir Akraness fimm og er dagskráin fjölbreytt næstu daga fyrir gestina sem margir hverjir gista í heimahúsum og einnig á gistiheimilum.

Vinabæir Akraness eru:

Qaqortoq á Grænlandi, Tønder í Danmörku, Västervik í Svíþjóð, Närpes í Finnlandi, Sörvágur í Færeyjum og Bamble í Noregi

Nánar má lesa um dagskrá heimsóknarinnar á akranes.is 

Hér má lesa nánar um vinabæi Akraness: