Björn besti leikmaður norsku deildarinnar að mati sérfræðinga

Skagamaðurinn Björn Berg­mann Sig­urðar­son er næst markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Björn, sem leikur með Molde, hefur skorað alls 10 mörk á tímabilinu. Hann er í liði ársins það sem af er tímabilinu hjá sparkspekingum TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Þeir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að Björn sé einfaldlega besti leikmaður deildarinnar.