Myndasyrpa frá Valdísi Þóru á risamótinu í Bandaríkjunum

Valdís Þóra Jónsdóttir, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur lokið keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Valdís komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi af alls fjórum. Hún lék samtals á +9 yfir pari vallar en þeir sem léku á +2 eða betur komust áfram og fá verðlaunafé á þessu móti.

Valdís Þóra skrifaði samt sem áður nýjan kafla í golfsögu Íslands með þátttöku sinni á Opna bandaríska meistaramótinu eða US Open. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á því risamóti og annar íslenski kylfingurinn sem leikur á risamóti í golfi. Valdís sótti í sig veðrið þegar á leið á Bedminister vellinum í New Jersey. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá Golfsambandi Íslands.

Fleiri myndir á fésbókarsíðu GSÍ.