Valdís Þóra Íslandsmeistari í golfi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Axel Bóasson úr GK fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í golfi í dag á Hvaleyrarvelli á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er annar titill Axels en hann sigraði árið 2011. Hann hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús (GR) í þriggja holu umspili um sigurinn. Valdís Þóra fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli en hún sigraði árið 2009 og 2012.

Gríðarleg spenna var á lokakeppnisdeginum á Hvaleyrarvelli. Valdís tryggði sér sigurinn með tveimur fuglum á þremur síðustu holunum. Hún sigraði með tveggja högga mun en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð önnur. Skagafréttir óska Valdísi Þóru og Golfklúbbnum Leyni til hamingju með titilinn.