„Bongó“ á Flórída-Skaganum ı Omnis lokar vegna veðurs

Ingþór Bergmann Þórhallsson eigandi Omnis á Akranesi er ánægður með Theódór Frey Hervarsson veðurfræðing – og veðurspána sem Skagamaðurinn bauð upp á í tíufréttunum á RÚV.

Ingþór ætlar hreinlega að loka versluninni vegna veðurs miðvikudaginn 26. júlí. Við hér á Skagafrettir.is erum að sjálfsögðu ánægð með þetta hugarfar.

Flórída-Skaginn mun standa undir nafni á morgun og eflaust eiga fleiri verslunareigendur eftir að feta í fótspor Ingþórs.