Le Boreal er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur á Skagann

Skemmtiferðaskipið Le Boreal leggjast lagðist að bryggju í Akraneshöfn í morgun. Tæplega 270 farþegar en alls eru um 440 manns um borð í skipinu á hverjum tíma því um 140 manns starfa um borð í skipinu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá komu skipsins í morgun sem Einar Logi Einarsson tók.

 

Erna Kristjánsdóttir, markaðs og gæðastjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við skagafrettir.is að fyrirspurn hafi borist frá fyrirtækinu, Ponant, sem sér um rekstur Le Boreal þess efnis hvort hægt væri að prófa nýja áfangastaði hjá Faxaflóahöfnum. Skip frá Ponant hafa siglt á undanförnum misserum til staða eins og Hafnarfjarðar og þykja þau sérlega heppileg fyrir minni hafnir.

Akranes er hentugur staður fyrir slíka móttöku

„Hugmyndin er alfarið frá þeim komin. Eftir að þessi ósk kom upp hjá Ponant, þá fórum við hjá Faxaflóahöfnum sf. í það verkefni að kanna hvort þessi hugmynd væri framkvæmanleg. Við þurftum að skoða nokkra þætti; Hvort Akraneshöfnin væri nógu djúp og hvort inniviðir Akraness gætu tekið á móti slíkum fjölda farþega. Eftir að hafa ráðfært okkur vel við hina ýmsu sérfræðinga, þá er það okkar mat að Akranes sé hentugur staður fyrir slíka móttöku. Það eru t.d.nægur fjöldi af veitingahúsum til staðar og aðgengi að samgöngum, rútum og slíku, ætti ekki að vera vandamál. Það þarf einfaldlega að prófa þetta og meta síðan stöðuna eftir fyrstu tilraunina og sjá hvernig þetta gengur áður en við förum að bóka fleiri skip. Það er búið að gera almenningi viðvart um þessa heimsókn á heimasíðu okkar sem og í fjölmiðlum. Það er í höndum Akurnesinga og þjónustuaðila í bænum að nýta þetta tækifæri sem best. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta mun ganga fyrir sig næsta sumar. Við erum sannfærð um að Skagamenn munið standa sig vel í þessu verkefni eins og þið gerið alltaf, “ segir Erna.

Við erum sannfærð um að Skagamenn munið standa sig vel í þessu verkefni

Brottför skipsins er áætluð kl. 23.59 í kvöld. Skipið er engin smásmíði en það var smíðað árið 2010 og er það 142 metrar að lengd, sem samsvarar einum og hálfum fótboltavelli.