Stuðningsmenn ÍA, leikmenn og stjórn hafa á undanförnum vikum sýnt mikinn samhug í verki vegna stöðu karlaliðs ÍA í Pepsi-deildinni. ÍA er í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir en liðið gerði 1-1 jafntefli í síðasta leik gegn KR á heimavelli.
Framundan er því mikil barátta um tilverurétt á meðal bestu liða landsins. Næsti leikur ÍA er gegn Grindavík á útivelli mánudaginn 14. ágúst. Fyrirtækið Elkem hefur ákveðið að bjóða stuðningsmönnum ÍA í fría rútuferð á leikinn í Grindavík. Lagt verður af stað 16.15 og er áætluð heimkoma um kl. 22.
Skráning í rútuferðina er nauðsynleg og er hægt að skrá sig hér:
„Eins og öll önnur frábær fyrirtæki sem styðja knattspyrnufélagið þá ætlar Elkem ætlar að leggja sitt af mörkum og bjóða stuðningmsönnum ÍA fría rútu á leik Grindavíkur og ÍA á mánudaginn.“
Trommur, lúðrar og mikil læti eru vel þeginn. Stuðningur alla leið! KOMA svo ÁFRAM SKAGAMENN!
Skráning í rútuferðina er nauðsynleg og er hægt að skrá sig hér: