Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Ármann Smára Björnsson sem aðstoðarþjálfara mfl.karla ÍA. Einnig munu þeir Þórður Guðjónsson og Sigurður Jónsson koma til með að aðstoða nýráðinn þjálfara mfl.karla Jón Þór Hauksson í þeim verkefnum sem framundan eru. Fyrr í þessari viku óskaði Gunnlaugur Jónsson eftir því að láta af störfum sem þjálfari ÍA og Jón Þór tók við þjálfun liðsins sem situr í neðsta sæti Pepsideildarinnar.
„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu því þetta eru reynslumiklir menn með mikinn karakter. Það er mikilvægt fyrir okkur að þeir svöruðu kallinu fljótt og vel. Allir með Skagahjartað á réttum stað og tilbúnir að hjálpa liðinu,” segir þjálfari liðsins Jón Þór Hauksson.
Næstu leikir ÍA eru:
Sun. 27. ágúst. 18:00
Breiðablik – ÍA Kópavogsvöllur
Sun. 10. september. 17:00
ÍA – KA Norðurálsvöllurinn
Fim. 14. september. 17:00
Fjölnir – ÍA Extra völlurinn
Sun. 24. september. 14:00
Víkingur R. – ÍA Víkingsvöllur
Lau. 30. september 14:00
ÍA – Víkingur Ó. Norðurálsvöllurinn