Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við byggingu á heitri laug við Langasand sem mun bera nafnið Guðlaug. Ístak og Akraneskaupstaður skrifuðu nýverið undir samning um verkið. Guðlaug verður steinsteypt mannvirki staðsett í brimvarnargarðinum við Langasand.
Guðlaug verður á þremur hæðum, en á efstu hæðinni verður útsýnispallur, en þar fyrir neðan verða m.a. heit setlaug og sturtur. Á fyrstu hæðinni verður vaðlaug. Eins og áður segir verður hafist handa við verkið á næstu dögum en áætlað er að því verði lokið þann 30. júní á næsta ári.