Bergdís Fanney Einarsdóttir, knattspyrnukona úr ÍA, mun leika með U19 ára landsliði Íslands í forkeppni EM. Lokakeppnin fer fram 18.-30. júlí í Sviss á næsta ári en forkeppnin fer fram í Þýskalandi 10.-21. september.
Bergdís hefur leikið 14 leiki með U-17 ára landsliði Íslands en hún er lykilmaður í liði ÍA og skorað í þeim 6 mörk.
Í riðli með Íslandi eru Þýskaland, Kósóvó og Svartfjallalandi.