ÞÞÞ fagnaði 90 ára starfsafmæli

Bifreiðastöð ÞÞÞ hefur verið starfrækt frá árinu 1927 og þann 23. ágúst s.l. fagnaði fyrirtækið 90 ára starfsafmæli.

ÞÞÞ er án efa eitt elsta fyrirtækið á Akranesi og að því tilefni afhentu Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri forsvarsmönnum ÞÞÞ gjöf.

Þar var um að ræða málverk frá Bjarna Þór og blómvöndur frá Model. Frá þessu er greint á akranes.is.