Listamaðurinn Baski eða Bjarni Skúli Ketilsson hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugaverðar myndir þar sem hann rifjar upp æskuminningar frá Akranesi. Baski er búsettur í Hollandi en er afar iðinn við að mála myndir frá gamla heimabænum.
Skemmtilegar umræður hafa verið um þessa mynd þar sem ein af fjölmörgum „sjoppum“ sem voru á Akranesi er í aðalhlutverki. „Afasjoppa“ var nafnið á þessum söluskúr sem stóð við Kirkjubrautina og væri líklega inn í versluninni Ozone ef hann væri enn á sínum stað. Skemmtilegar umræður hafa verið um þessa mynd frá Baska á fésbókarsíðu hans.
Þar er rifjað upp að „Afasjoppa“ og „Siggasjoppa“ voru á sama tíma við Kirkjubrautina. „Afasjoppa“ rétt í grennd við Ozone og „Siggasjoppa“ var aðeins neðar í götunni.
Hér fyrir neðan má sjá umræðuna á fésbókarsíðu Baska. Og enn neðar má sjá mynd af „afasjoppu“ en skúrinn var um langan tíma á Breiðinni eftir að hann var fluttur frá Kirkjubrautinni.