Um 400 manns fylgdust með liði Kára tryggja sér sigur í 3. deild karla í dag með 2-0 sigri gegn Einherja frá Vopnafirði. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og skoruðu þeir Alexander Már Þorláksson og Jón Vilhelm Ákason mörkin. Fyrra markið skoraði Alexander á 20. mínútu en Jón Vilhelm gulltryggði sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kára sem félagið tryggir sér sæti í 2. deild. Kári var stofnað í núverandi mynd 2011 og lék þá í gömlu 3. deildinni, en vann sér rétt í nýju 3. deildinni þegar 4. deild var stofnuð 2012.
Liðið féll úr 3.deild niður í 4. deild 2013, en vann sig svo strax aftur upp í 3. deild ári seinna og hefur spilað þar síðustu þrjú ár
Efri röð frá vinstri: Lúðvík Gunnarsson þjálfari, Sindri Snæfells Kristinsson, Gunnlaugur Brandsson, Teitur Pétursson, Bakir Anwar Nassar, Jón Vilhelm Ákason, Alexander Þorláksson, Ragnar Már Lárusson, Hákon Ingi Einarsson, Andri Júlíusson, Eggert Kári Karlsson, Eyþór Óli Frímannsson og Sveinbjörn Geir Hlöðversson. Fremri röð frá vinstri. Eggert Halldórsson, Hilmar Halldórsson, Benedikt Árnason, Gunnar Bragi Jónasson, Allan Freyr Vilhjálmsson, Páll Sindri Einarsson, Einar Logi Einarsson, Óliver Darri Bergmann Jónsson, Árni Þór Árnason og Marinó Hilmar Ásgeirsson.