Gera ráð fyrir 1.000 nýjum íbúum á Akranesi

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, er í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur m.a. fram að aðstæður hafi breyst mikið á Akranesi á undanförnum árum og mikilvægt sé að rýna í framtíðina og hugsanlegar sviðsmyndir.

Sævar segir að gera megi ráð fyrir að íbúum Akraness fjölgi um 1.000 á næstu þremur árum og þar með væru 8.000 íbúar á Akranesi. „Þar kemur til þensla á höfuðborgarsvæðinu og hátt fasteignaverð þar og þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum lýkur á næsta ári þá breytist margt.

Viðtalið má lesa í Morgunblaðinu í dag í heild sinni en hér fyrir neðan er skjáskot af viðtalinu.