Nýverið kom góður hópur úr 1959 árgangi Skagamanna saman á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Þar gaf hópurinn Leyni glæsilega gjöf til minningar um látna skólafélaga. 1959 hópurinn hittist reglulega og einu sinni á ári er haldið golfmót og á fimm ára fresti fer fram hefðbundið árgangsmót.
Gjöfin frá 1959 árganginum er garðbekkur sem er smíðaður úr endurunnu plasti. Gripurinn mun án efa standast tímans tönn og sóma sér vel á golfvellinum um ókomna tíð. Á myndinni má sjá nokkur skólasystkin úr 1959 árganginum þegar þau komu saman á dögunum og afhentu bekkinn góða. Á myndinni er einnig Kristrún Sigurbjörnsdóttir, ekkja Daða Halldórssonar úr 1959 árganginum.