Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 21. ágúst síðastliðinn var fjallað um tillögur rýnihóps um stækkun fimleikahúss úr 1410 fermetrum í 1632 fermetra sbr. greinargerð hönnuðar.
Í fundargerð bæjarráðs frá 24. ágúst s.l. kemur fram að skipulags- og umhverfisráð tekur undir tillögur rýnihópsins og leggur til við bæjarráð að tekið verði tillit til kostnaðaraukningar á fimleikahúsi við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna stækkunar fimleikahússins til samræmis við tillögur rýnishópsins. Gert verður ráð fyrir þessum aukna kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.
Samtals var gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði vegna fimleikahúss að fjárhæð 380 mkr. á árinu 2018 en mun verða samtals 440 mkr. vegna fyrirhugaðrar stækkunar úr 1410 fermetrum í 1632 fermetra og samtals um 490 mkr. ef ráðist verður í fyrirhugaðar endurbætur á búningsklefum.
Fjárfestingaráætlun ársins 2018 hækkar úr 840 mkr. í 950 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.