Bergdís skoraði mark í stórsigri U19 ára landsliðsins

Skagamaðurinn Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði mark fyrir U19 ára landslið Íslands í dag í stórsigri liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjar Íslands í dag var lið Svartfjallalands. Markalaust var í hálfleik en í þeim síðari skoraði Ísland 7 mörk og lokatölur leiksins 7-0. Bergdís Fanney kom inná sem varamaður og nýtti tækifærið vel.

Íslenska liðið leikur í riðli sem fer fram í Duisburg í Þýskalandi. Skagamaðurinn Þórður Þ. Þórðarson er þjálfari U19 ár aliðsins en hann sem kunnugt er fyrrum þjálfari ÍA og lék um árabil sem markvörður með ÍA.

Ísland mætir Kosóvó á föstudaginn og heimaliði Þýskalands á mánudaginn.